Site icon Motif Auglýsingavörur

Notkun á auglýsingavörum á sýningum

Notkun á auglýsingavörum á sýningum

Það er ekkert leyndarmál að allir hafa gaman af ókeypis gjöfum. Einmitt þess vegna eru auglýsingavörur
árangursríkar til kynningar á fyrirtækjum.

Fyrir vöru- eða fagsýningar kaupa margir kynningarvörur til að hafa á básnum sínum. Sumir kaupa ódýra penna eða aðra smávöru en aðrir vandaðri gjafir eins og vatnsflöskur eða boli eða fínni penna.

Tilgangur betri gjafa er að opna á samtal milli fyrirtækisins og tilvonandi eða núverandi viðskiptavinar.

Gott er að vita að mun árangursríkara er að rétta viðskiptavinum stærri gjafir í samtali heldur en að láta þær liggja í skál eða á borði fyrir alla sem ganga fram hjá básnum.

Einnig er sniðugt að vera með leik eða þraut þar sem vinningshafi fær vöru merkta fyrirtækinu í verðlaun. Bæði varan og fyrirtækið verður þá eftirminnilegra.

Betra er að kaupa nokkuð vandaðar vörur til að gefa í þessum tilgangi á sýningum heldur en að velja ódýrari vörur. Bæði vegna þess að fólk geymir frekar og notar vandaða hluti og eins vegna þess að endingargóð vara stuðlar að góðri ímynd fyrirtækisins.

Óskastaðan er að viðskiptavinir myndi tilfinningatengsl við fyrirtækjagjöfina og til þess að svo megi vera þarf hún að vera góð og helst svolítið sérstök.

Hægt er að gera vatnsflöskur, poka og fleiri hluti sérstakari með því að para saman við aðra hluti og gefa saman sem sett.

Ef þú vilt að viðskiptavinirnir á sýningunni noti vörur frá þér eins og boli, töskur og brúsa í sínu persónulega lífi er oft betra að merking fyrirtækisins sé frekar lítil svo að viðkomandi líði ekki eins og auglýsingaskilti. Einföld hrein hönnun er hér það sem máli skiptir.

Þeir sem velja að kaupa frekar ódýra penna eða aðra smávöru til að hafa á sýningu geta hins vegar vel látið hlutina liggja á borði fyrir alla að taka, vegna þess að tilgangur þessara hluta er að þeir fari á flakk. Merkingin á pennum og öðrum slíkum smáhlutum má því gjarnan vera áberandi.

Exit mobile version