Category: Uncategorized

Hvers vegna eru vatnsflöskur góðar kynningarvörur?

Vatnsflöskur og vatnsbrúsar eru með mest keyptu auglýsingavörum í dag.
Notagildi þeirra og þægilegt yfirborð til allskonar merkinga gerir það að verkum að þær eru oft
valdar sem markaðsefni. Flöskur eru vel þegnar gjafir sem viðtakandinn notar við ýmis tækifæri
bæði við leik og störf.

Það þarf að gæta að því að flaskan sé úr góðum gæðum og að efnið í henni hafi engin áhrif á
bragðgæði vatnsins.

Sagt er að það eru næstum engar “hættulegar” vatnsflöskur á markaðnum,
þar sem reglugerðir í þessum sviði eru strangar, og framleiðendur og eru skyldugir að prófa
slíkar vörur aftur og aftur. Hins vegar er mismunandi hvaða tegundir af vatnsflöskum henta
hverjum og einum.

Yfir höfuð eru vatnsflöskur góðar kynningavörur vegna þess að fólk raunverulega notar þær.

Segja má að drykkjarflöskur/brúsar skiptist í þrjá hópa

Vatnsflöskur úr BPA plasti og Tritan

Drykkjarflöskur úr BPA plasti og Tritan eru algengar og eru gjarnan keyptar vegna hagstæðs verðs.

Í flestum tilfellum eru plastvatnsflöskur úr gæðaefni, merktar BPA fríar þannig að
þær eru skaðlausar umhverfinu. Dæmi FXDp433.445

Tritan er algengur staðgengill glers enda lítur það svipað út en er nánast óbrjótanlegt og létt.
Tritan flöskur eru öruggar fyrir bæði kalda og heita drykki.

Vatnsflöskur úr BPA plasti og Tritan eru vinsælar meðal íþróttafólks

Málmbrúsar

Vatnsbrúsar úr málmi eru aðalega gerðir úr ryðfríu stáli eða áli.

Stálbrúsar með einföldum vegg er vinsælir til léttrar notkunar og geta haldið köldu
nokkuð vel og Stálbrúsar með tvöföldum vegg geta haldið bæði heitu og köldu mjög lengi.

Dæmi um einfaldan brúsa FC1168 og tvöfaldan brúsa FC5692

Álbrúsar. Dæmi FS94246 halda köldu nokkuð vel og kostur þeirra er hvað þeir eru léttir.

Stálbrúsar og álbrúsar eru mjög vinsælir fyrir útvist, íþróttir og á skrifstofuna

Glerflöskur

Gler er umhverfisvænt vegna þess að það má endurnýta. Glerflöskur henta vel til notkunar á
skrifstofum og á heimilum en síður á ferðalögum vegna brothættu. Gler þolir illa hita þannig
að það hentar bara fyrir kalda drykki.

Falleg vatnsflaska úr gleri getur verið smart kynningargjöf. Dæmi um glerflösku FS94646

Brúsar og flöskur geta verið merkt með mismunandi aðferðum t.d Silkiprentun, digital prentun
eða laserskurði. Suma brúsa má nafnamerkja

Notkun á auglýsingavörum á sýningum

Það er ekkert leyndarmál að allir hafa gaman af ókeypis gjöfum. Einmitt þess vegna eru auglýsingavörur
árangursríkar til kynningar á fyrirtækjum.

Fyrir vöru- eða fagsýningar kaupa margir kynningarvörur til að hafa á básnum sínum. Sumir kaupa ódýra penna eða aðra smávöru en aðrir vandaðri gjafir eins og vatnsflöskur eða boli eða fínni penna.

Tilgangur betri gjafa er að opna á samtal milli fyrirtækisins og tilvonandi eða núverandi viðskiptavinar.

Gott er að vita að mun árangursríkara er að rétta viðskiptavinum stærri gjafir í samtali heldur en að láta þær liggja í skál eða á borði fyrir alla sem ganga fram hjá básnum.

Einnig er sniðugt að vera með leik eða þraut þar sem vinningshafi fær vöru merkta fyrirtækinu í verðlaun. Bæði varan og fyrirtækið verður þá eftirminnilegra.

Betra er að kaupa nokkuð vandaðar vörur til að gefa í þessum tilgangi á sýningum heldur en að velja ódýrari vörur. Bæði vegna þess að fólk geymir frekar og notar vandaða hluti og eins vegna þess að endingargóð vara stuðlar að góðri ímynd fyrirtækisins.

Óskastaðan er að viðskiptavinir myndi tilfinningatengsl við fyrirtækjagjöfina og til þess að svo megi vera þarf hún að vera góð og helst svolítið sérstök.

Hægt er að gera vatnsflöskur, poka og fleiri hluti sérstakari með því að para saman við aðra hluti og gefa saman sem sett.

Ef þú vilt að viðskiptavinirnir á sýningunni noti vörur frá þér eins og boli, töskur og brúsa í sínu persónulega lífi er oft betra að merking fyrirtækisins sé frekar lítil svo að viðkomandi líði ekki eins og auglýsingaskilti. Einföld hrein hönnun er hér það sem máli skiptir.

Þeir sem velja að kaupa frekar ódýra penna eða aðra smávöru til að hafa á sýningu geta hins vegar vel látið hlutina liggja á borði fyrir alla að taka, vegna þess að tilgangur þessara hluta er að þeir fari á flakk. Merkingin á pennum og öðrum slíkum smáhlutum má því gjarnan vera áberandi.

Hvernig virka auglýsingavörur?

Merktar auglýsingavörur eru góð leið til að kynna vörumerki með ódýrum hætti og festa það í hugum fólks. Því meira sem þú sérð ákveðnu vörumerkinu bregða fyrir því betur manstu eftir því.

Með því að nota hlut með áprentuðu vörumerki tengist notandinn vörumerkinu einnig á persónulegri hátt og vörumerkið verður honum eftirminnilegra.

Ekki spillir fyrir að flestum finnst gaman að fá merktar gjafir sérstaklega ef gjafirnar eru gagnlegar eða sérlega eftir-minnilegar. Kaffikrúsir, pennar og minnismiðar eru dæmi um hluti sem fólk getur notað í vinnunni og hálsklútar, húfur og hitabrúsar eru upplagðir í útivistina.

Merktir hlutir eru auglýsingar sem lifa lengi og fara oft víða. Auglýsingavörur sem eru gefnar sameina það að gleðja viðskiptavini og auglýsa í leiðinni tiltekið vörumerki. Þessi kynningarleið eykur án nokkurs vafa velvild til fyrirtækissins sem gefur vörurnar.

Samkvæmt erlendum rannsóknum PPAI ( alþjóðleg samtök auglýsingavörugeirans ) eru 85% þeirra sem fá gjafir merktar tilteknu fyrirtæki liklegri til að skipta við fyrirtækið í framhaldi. 83% neytenda vill gjarnan fá merkta vöru að gjöf og 41% nota merktu gjafirnar frá einu og upp í fjögur ár.

Auglýsingavörur má líka nota til fjáröflunar. Félagasamtök af ýmsu tagi kaupa þá derhúfur, barmmerki, klúta eða annað sem þau láta okkur merkja snyrtilega og selja svo til fjáröflunar.

Hjá Motif er mikið úrval af auglýsingavörum
Endilega sendu fyrirspurn um vöru sem þér líst á og við svörum fljótt.

Sýnileiki skilar árangri

Hér er linkur á viðtal hjá visi.is árið 2021

https://www.visir.is/g/20212070058d

Efni í hnotskurn: Motif flytur inn úrval af vörum sem fyrirtæki og félög geta fengið sérmerkt með lógói. Eigandinn Guðrún Anna sem er grafískur hönnuður útfærir merkingar og munstur sé þess óskað. Merktar vatnsflöskur og höfuð/hálsklútar eru t.d mjög vinsælar gjafir til starfsmanna og viðskiptavina að sögn Guðrúnar.

„Rannsóknir erlendis sýna að 83 % neytenda vilja gjarnan fá merktar vörur að gjöf og 41% fólks sem fær merktar gjafir notar hlutinn í 1 til 4 ár. Merktar gjafir auka einnig velvild til viðkomandi fyrirtækis því fólki finnst gaman að fá eitthvað gefins og er því líklegra til að skipta við fyrirtækið í framtíðinni. Auglýsingavörur eru langtíma markaðssetning.“

Vatnsflöskur, heitt og kallt

Motif auglýsingavörur. Vatnsflöskur eru málið í dag

Vatnsföskur einfaldar eða tvöfaldar eru málið í dag. Vatnsflöskur sem halda heitu og köldu eru tilvaldar í ferðalög eða til að tryggja að þú hafir kaldan eða heitan drykk við hendina á skrifstofunni.

Flöskurnar eru einnig tilvaldar í ræktina. Við eigum allskonar tegundir og liti af vatnsbrúsum. Sjáið t.d. https://motif.is/product/drykkjarflaska-baedi-fyrir-heitt-og-kalt-fc5694/

Plastlaus september 2019

Hér er Guðrún Anna hjá Motif í viðtali í plastlausum september árið 2019. Motif. Hún kynnti mikið úrval af umhverfisvænum vörum út pappa, korki eða bambus.

Sérmerktar vörur, langtíma auglýsing

Merktar auglýsingavörur eru góð leið til að kynna vörumerki með ódýrum hætti og festa það í hugum fólks. Því meira sem þú sérð vörumerkinu bregða fyrir því betur manstu eftir því. Samkvæmt erlendum rannsóknum eru 83% þeirra sem fá gjafir merktar tilteknu fyrirtæki liklegri til að skipta við fyrirtækið í framhaldi. Sérmerktar vörur lifa lengur en sumt annað auglýsingaefni t.d er fólk að nota merkta poka að meðaltali í 7 mánuði, penna í 6 mánuði og drykkjarbrúsa í 7 og hálfan mánuð. Continue Reading