Sérmerktar auglýsingavörur

Sérmerktar vörur , langtíma auglýsing

Merktar auglýsingavörur eru góð leið til að kynna vörumerki með ódýrum hætti og festa það í hugum fólks. Því meira sem þú sérð vörumerkinu bregða fyrir því betur manstu eftir því. Samkvæmt erlendum rannsóknum eru 83% þeirra sem fá gjafir merktar tilteknu fyrirtæki liklegri til að skipta við fyrirtækið í framhaldi. Sérmerktar vörur lifa lengur en sumt annað auglýsingaefni t.d er fólk að nota merkta poka að meðaltali í 7 mánuði, penna í 6 mánuði og drykkjarbrúsa í 7 og hálfan mánuð.