Hvernig virka auglýsingavörur?
Merktar auglýsingavörur eru góð leið til að kynna vörumerki með ódýrum hætti og festa það í hugum fólks. Því meira sem þú sérð ákveðnu vörumerkinu bregða fyrir því betur manstu eftir því.
Með því að nota hlut með áprentuðu vörumerki tengist notandinn vörumerkinu einnig á persónulegri hátt og vörumerkið verður honum eftirminnilegra.
Ekki spillir fyrir að flestum finnst gaman að fá merktar gjafir sérstaklega ef gjafirnar eru gagnlegar eða sérlega eftir-minnilegar. Kaffikrúsir, pennar og minnismiðar eru dæmi um hluti sem fólk getur notað í vinnunni og hálsklútar, húfur og hitabrúsar eru upplagðir í útivistina.
Merktir hlutir eru auglýsingar sem lifa lengi og fara oft víða. Auglýsingavörur sem eru gefnar sameina það að gleðja viðskiptavini og auglýsa í leiðinni tiltekið vörumerki. Þessi kynningarleið eykur án nokkurs vafa velvild til fyrirtækissins sem gefur vörurnar.
Samkvæmt erlendum rannsóknum PPAI ( alþjóðleg samtök auglýsingavörugeirans ) eru 85% þeirra sem fá gjafir merktar tilteknu fyrirtæki liklegri til að skipta við fyrirtækið í framhaldi. 83% neytenda vill gjarnan fá merkta vöru að gjöf og 41% nota merktu gjafirnar frá einu og upp í fjögur ár.
Auglýsingavörur má líka nota til fjáröflunar. Félagasamtök af ýmsu tagi kaupa þá derhúfur, barmmerki, klúta eða annað sem þau láta okkur merkja snyrtilega og selja svo til fjáröflunar.
Hjá Motif er mikið úrval af auglýsingavörum
Endilega sendu fyrirspurn um vöru sem þér líst á og við svörum fljótt.