Sérmerktar vörur

Auglýsingavörur eru áhrifamikil leið til að kynna vörumerkið þitt með hagkvæmum hætti og festa það í sessi í huga fólks. Því oftar sem þú sérð vörumerkinu bregða fyrir þeim mun betur manstu eftir því. Erlendar rannsóknir sýna að 83% þeirra sem fá gjafir merktar tilteknu fyrirtæki eru liklegri til að skipta við fyrirtækið í framhaldi. Merktar vörur lifa lengur en margt annað auglýsingaefni . Fólk notar merkta poka, penna og drykkjarbrúsa í marga mánuði.